Prentun og endurprentun kvittunar

Updated 

Með Teya posanum þínum getur þú prentað út eða endurprentað kvittun seljanda eða viðskiptavinar, sem og samantektir. Til þess að prenta þarf rafhlaðan á posanum að vera yfir 10%. Ef rafhlaðan er lægri en það verður þú að hlaða posann og reyna aftur seinna. Posinn þarf einnig að hafa nægan pappír til að hægt sé að prenta.

Athugið — Fyrir frekari upplýsingar hvernig á að skipta um posarúllu eða þarf nákvæma mál smelltu hér. Fyrir frekari upplýsingar um stöðu rafhlöðunnar og hvernig á að hlaða posann smelltu hér.

Sjálfvirk kvittunarprentun

Ef fyrirtæki þitt vill að kvittanir prentast sjálfkrafa við hverja greiðslu geturðu auðveldlega vikjað það í posanum.

1. Smelltu á ≡Valmyndina í efra vinstra horninu.

2. Veldu Stjórna eiginleikum.

3. Sláðu inn PIN-númer stjórnanda.

4. Virkjaðu Sjálfvirk kvittunarprentun. Hnappurinn verður svartur þegar hann er virkur.

5. Kvittanir munu prentast sjálfkrafa við hverja færslu.

Athugið– ef sjálfvirk kvittunarprentun er ekki virk getur þú alltaf sótt afrit af kvittunum undir Færslur og endurgreiðslur. Þú færð einnig valmöguleika eftir hverja færslur að prenta Kvittun viðskiptavinar eða Kvittun seljanda ef þú ákveður að prenta afrit.

Endurprenta kvittun

Það eru þrír valmöguleikar til að prenta kvittanir –

  • Virkja Sjálfvirk kvittunarprentun eins og er lýst hér að ofan.

  • Smella á Kvittun viðskiptavinar eða Kvittun seljanda á posanum eftir hverja færslu.

  • Prenta afrit af kvittun viðskiptavinar eða seljanda með því að fara í Færslur og endurgreiðslur.

Fylgdu þessum skrefum til að prenta afrit af kvittun viðskiptavinar eða seljanda í Færslur og endurgreiðslur –

1. Smelltu á ≡Valmyndina í efra vinstra horninu.

2. Veldu Færslur og endurgreiðslur.

3. Sláðu inn PIN-númer stjórnanda.

4. Smelltu á færsluna sem þú vilt prenta afrit af kvittun fyrir.

5. Veldu hvort sem þú vilt Kvittun viðskiptavinar eða Kvittun seljanda.

Prenta samantekt

Ef þú þarft á því að halda geturðu auðveldlega prentað samantekt úr posanum þínum. Þú getur valið að –

  • Prenta núverandi samantekt án þess að loka vakt eða degi.

  • Prenta núverandi samantekt og lokaðu vaktinni eða degi.

  • Prenta lokaðar samantektir.

Frekari upplýsingar um prentun samantekta smelltu hér.