Uppgjörsskýrslur – daglegar og mánaðarlegar

Uppfært 

Ef þú ert í viðskiptum við Teya færðu sjálfvirkar skýrslur sendar með tölvupósti. Þessar skýrslur taka saman gjöld sem dregin eru frá hverri kortafærslu samkvæmt samningi þínum við Teya, sem og upphæðina sem greidd var til fyrirtækis þíns með uppgjöri. Þetta eru ekki reikningar en skýrslan gefur þér skýra sundurliðun. Skýrslurnar gætu einnig innihaldið útistandandi skuldir við Teya.

Daglegar uppgjörsskýrslur

Hvert uppgjör býr til sjálfvirkan tölvupóst sem inniheldur daglega uppgjörsskýrslu. Þessi skýrsla veitir reglulegar upplýsingar um uppgjör þín og er send á netfangið sem þú skráðir hjá Teya.

Þrátt fyrir nafnið fylgja þessar skýrslur uppgjörstíðni og eru sendar á virkum dögum, að undanskildum helgum og almennum frídögum. Ef ekkert uppgjör er á tilteknum degi verður engin dagleg uppgjörsskýrsla.

Athugið – Á hverjum mánudegi færðu skýrslu sem inniheldur allar færslur frá föstudegi, laugardegi og sunnudegi.

Tíminn sem þú færð uppgjörsskýrsluna fer eftir því hvenær uppgjörið var afgreitt og getur verið mismunandi eftir bönkum.

Þessi skýrsla býður upp á einfalt yfirlit og einblínir á heildarupphæð bunka, fjölda færslna og endurgreiðslna og samtals greitt uppgjör. Sundurliðun eftir kortategundum birtist ekki.

Mánaðarlegar uppgjörsskýrslur

Í lok mánaðar er sjálfvirk mánaðarleg uppgjörsskýrsla búin til og send á netfangið sem þú skráðir hjá Teya. Þessi skýrsla er venjulega send fyrri hluta næsta mánaðar – t.d. skýrslan er send fyrir 15. ágúst fyrir færslur sem afgreiddar eru í júlí.

Athugið – Mánaðarskýrslan inniheldur venjulega ekki síðasta dag mánaðarins, þar sem sá dagur er afgreiddur og gerður upp daginn eftir, t.d. færslur frá 31. júlí eru gerðar upp 1. ágúst. Mánaðarskýrslan fer eftir uppgjörsdagsettningu en ekki færsludagsetningu.

Í skýrslunni eru einnig upplýsingar um sundurliðun fjölda færslna eftir kortategund. Þar er einnig sundurliðun á heildarupphæð færslna, þjónustugjöld og heildaruppgjörsupphæð eftir kortategund, auk þess heildaryfirlit fyrir mánuðinn.

Að breyta netfanginu

Ef þú ert forsvarsmaður fyrirtækisins og vilt breyta tölvupóstinum sem tilkynningar eru sendar á geturðu gert það með því að skrá þig inn á Viðskiptagátt Teya og breyta þessum upplýsingum undir Stillingar > Fyrirtæki.

Afþakka að fá skýrslur með tölvupósti

Ef þú vilt ekki fá þessar skýrslur með tölvupósti geturðu alltaf afþakkað. Vinsamlegast hafðu samband við viðskiptaver fyrir frekari aðstoð.

Athugið – Þú getur aðeins afþakkað að fá báðar skýrslurnar eða haldið áfram að fá þær báðar. Eins og er er ekki hægt að velja hvor skýrsluna þú vilt afþakka.