Teya App

Uppfært 

Teya er app sem þú getur sótt þér að kostnaðarlausu en þar getur þú fylgst með sölum, leitað eftir færslum og hagað rekstri þínum beint úr appinu. Hvenær sem er, hvar sem er.

​​

Hvernig sæki ég Teya appið?

Það er auðvelt að sækja appið:

1. Náðu í appið í App Store eða Google Play.

2. Skráðu þig inn með Teya ID (þú þarft að staðfesta netfang við fyrstu innskráningu).

3. ​Núna er allt klárt og þú getur hagað rekstrinum beint úr símanum.

Hvað get ég gert í Teya appinu?

Neðst á skjánum undir Stillingar getur þú:

  • ​Stjórnað rekstrinum þínum og uppfært fyrirtækjaupplýsingar.​

  • Skoðað reikninga frá Teya.​

  • Uppfært og bætt við nýjum notendum.​

  • ​Fengið aðstoð og notað netspjallið.​

Undir Sölur getur þú:

  • Skoðað sölur og endurgreiðslur yfir ákveðið tímabið (t.d. síðustu 7 daga, 4 vikur eða 6 mánuði) undir Yfirlit.

  • Sótt yfirlit fyrir færslur.

  • Skoðað uppgjör og reikninga.

Hvernig breyti ég notanda- og fyrirtækjaupplýsingum?​​

Til að breyta notandanafni:

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Veldu Aðgangur.

  3. Smelltu á Breyta.

  4. Þegar þú ert búin/nn að breyta notandanafni smelltu á Vista.

Til að breyta viðskiptaupplýsingum (VSK-númeri og heimilisfangi):

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Veldu Viðskiptaupplýsingar.

  3. Smelltu á Breyta til þess að uppfæra annað hvort VSK-númer eða heimilisfang.

  4. Mundu eftir að smella á Vista eftir að hafa gert breytingar.

Til að breyta samningsupplýsingum:

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Veldu Viðskiptaupplýsingar.

  3. Skrollaðu niður og veldu þann samning sem þú vilt uppfæra.

  4. Smelltu á Breyta til þess uppfæra nafn, heimilisfang, netfang eða símanúmer.

  5. Mundu eftir að smella á Vista eftir að hafa gert breytingar.

Til að ná í reikninga frá Teya:

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Veldu Reikningar.

  3. Síaðu eftir dagsetningu.

  4. Þar getur þú skoðað eða sótt valda reikninga.

Hvernig get ég skoðað og séð stöðu færslu?

  1. Opnaðu Sölur.

  2. Veldu Færslur til að skoða færslusöguna.

  3. Til að leita eftir ákveðinni færslu getur þú:

    1. Síað eftir dagsetningu.

    2. Leitað eftir síðustu 4 í kortanúmeri.

  4. Smelltu á færslu til þess að sjá nánari upplýsingar á borð við greiðsluupplýsingar, greiðslumáta, sundurliðun, sögu og fleira.

  5. Til að hreinsa síu eftir dagsetningu smelltu á X táknið sem er þar hliðina á.

  6. Þú getur einnig hlaðið niður færslum fyrir valið tímabil.

Hvernig get ég hlaðið niður færslum?

  1. Opnaðu Sölur.

  2. Veldu Færslur.

  3. Til að finna ákveðna færslu getur þú:

    1. Síað eftir dagssetingu.

    2. Leitað eftir síðustu 4 í kortanúmeri..

  4. Smellt á hlaða niður táknið til að sækja CSV skrá.

Hvernig get ég skoðað upplýsingar um uppgjörin mín?

  1. Opnaðu Sölur.

  2. Veldu Uppgjör.

  3. Þar getur þú séð lista af öllum þínum uppgjörum, hvort sem þau eru greidd, frestað eða í vinnslu.

  4. Smelltu á uppgjör úr listanum til þess að skoða nánari upplýsingar.

  5. Undir Yfirlit getur þú séð:

    1. Uppgjörsnúmer

    2. Vinnsludagsetningu

    3. Dagsetningu greiðslu

    4. Tímabil

  6. Þú getur einnig séð Sundurliðun uppgjörs:

    1. Upphafsstöðu

    2. Upphæð sölu

    3. Frádráttur

    4. Greiðsla

​​​

Teya App - Algengar spurningar

Teya appið er aðgengilegt öllum resktraraðilum sem taka á móti greiðslum með Teya. Það er hægt að sækja appið að kostnaðarlausu í App Store eða Google Play.

Nei, þú getur sótt Teya appið þér að kostnaðarlausu.

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum eða hefur spurningar um appið getur þú haft samband við Viðskiptaver okkar beint í gegnum appið:

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Smelltu á Aðstoð.

    1. Þú getur spjallað við okkur í gegnum netspjallið í appinu, sent okkur tölvupóst eða hringt í síma 560 1600.

Já, hérna eru leiðbeiningar.

Því miður eru ekki hægt að uppfæra bankaupplýsingar í appinu. Ef þú þarft að uppfæra bankaupplýsingar hafðu þá samband við Viðskiptaver okkar í gegnum tölvupóst.

Teya appið er eins og er aðeins aðgengilegt í Bretlandi, Króatíu, Ungverjalandi og Íslandi. Það verður aðgengilegt í fleiri löndum von bráðar.

Vinsamlegast opnaðu innskráningarsíðuna okkar og endurstilltu lykilorðið þitt. Ef þú heldur áfram að lenda í vandræðum hafðu samband við Viðskiptaver okkar fyrir frekari aðstoð.

  1. Opnaðu Stillingar.

  2. Smelltu á Um okkur.

  3. Skrollaðu niður til að skoða skilmála okkar í heild sinni.

​Skoðaðu fleiri gagnlegar greinar til að einfalda reksturinn þinn