Hvernig á að endurgreiða færslu í Teya Business appinu?

Uppfært 

Ef þú vilt endurgreiða færslu í gegnum appið getur þú gert það með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Teya appið í símanum þínum.

  2. Skráðu þig inn með Teya ID.

  3. Smelltu á Færslur efst á skjánum.

  4. Finndu færsluna sem þú vilt endurgreiða með því að skrolla niður eða nota síuna og smella loks á færsluna.

  5. Smelltu á Endurgreiða.

  6. Stimplaðu inn upphæðina sem þú vilt endurgreiða.

  7. Staðfestu með því að smella á Endurgreiða.

  8. Sláðu inn PIN númerið þitt í appinu.

  9. Athugaðu hvort að endurgreiðslan hafi heppnast.

Ef þú sérð ekki staðfestingu neðst á skjánum athugaðu hvort að staða færslu hafi breyst frá Greiðsla samþykkt í Endurgreiðsla samþykkt eða Greiðsla ógild. Ef svo er fór endurgreiðslan eðlilega í gegn.

Fyrir endurgreiðslur að hluta til þá verður ennþá hægt að endurgreiða eftirstöðvar seinna ef þess er þörf. Vinsamlegast hafðu í huga að það getur tekið allt að 7 daga fyrir endurgreiðslu að skila sér til viðskiptavinar, en það getur verið mismunandi eftir útgáfubanka korthafa.

Af hverju þarf ég að nota Teya Business appið til að endurgreiða?

Af öryggisástæðum þarf að slá inn PIN númerið í appinu þegar færslur eru endurgreiddar til að koma í veg fyrir óheimilaðar og óafturkræfar endurgreiðslur.

Hver er staðan á endurgreiðslu?

Til að athuga stöðu á endurgreiðslu opnaðu valmyndina í Payments appinu, farðu í Færslur og endurgreiðslur, og leitaðu eftir færslunni í listanum.