shopify viðbót
Uppfært
Til þess að virkja viðbótina hjá Shopify þarftu að fylgja öllum eftirfarandi skrefum.
Athugið að eldri viðbót hjá Shopify (Borgun Payment Page) hætti að virka eftir 2. september 2022. Til þess að greiðslusíðan ykkar haldist virk verður þú að uppfæra í nýju viðbótina.
Í þessari grein förum við yfir:
Hvernig á að hlaða niður Shopify viðbótinni fyrir Teya
Hvernig á að breyta greiðslustillingum í Shopify viðbótinni fyrir Teya
Hvernig á að setja inn raun-tengiupplýsingar í Shopify
Til þess að viðbótin virki rétt er mikilvægt fylgja öllum skrefum.
Hvernig á að hlaða niður og setja upp Shopify viðbótina fyrir Teya
1. Hlaða niður viðbótinni
Fara inn á slóðina og hlaða því í þína verslun (Add app → Install App)
2. Tengjast prófunar-umhverfi
Settu inn prófunar-tengiupplýsingar undir Teya App Configuration sem kom í tölvupósti frá sölufulltrúa.
Smella á tengja (Connect).
Haka í “Enable Test Mode” í glugganum sem opnast þegar búið er að tengja og smella á virkja Teya (Activate Teya).
3. Framkvæma prufu pöntun
Núna þarf að búa til eina prufu pöntun á heimasíðunni og klára greiðslu með prufukorti sem kom einnig í tölvupósti frá sölufulltrúa.
Hvernig á að breyta greiðslustillingum í Shopify viðbótinni fyrir Teya
Eftir að hafa klárað skrefin hér á undan þarf að gera eftirfarandi:
Fara aftur inn í stillingar (Settings → Payments).
Smella á “Manage” við Teya viðbótina.
3. Haka úr “Test Mode” og vista (save).
4. Smella á “Manage” í glugganum sem er opinn.
Hvernig á að setja inn raun-tengiupplýsingar í Shopify
Smelltu á “Reset” takkann í Teya App Configuration glugganum og skiptu út fyrir raun-tengiupplýsingar sem þú fékkst í tölvupósti frá sölufulltrúa.
Mjög mikilvægt er að skipta prófunar-tengiupplýsingunum út fyrir raun-tengiupplýsingarnar
Það eina sem á eftir að gera er að smella á tengja (connect). Verslunin ykkar er nú tilbúin til að taka við greiðslum viðskiptavina!
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða lendir í vandræðum með að virkja viðbótina, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 560-1600 eða með tölvupósti á teya@teya.is og við munum svara um hæl!