Kortafærslugjöld - Fast gjald

Uppfært 

Blönduð þjónustugjöld

Blönduð þjónustugjöld Teya fela í sér stakt verð sem einfalt er að skilja fyrir allar tegundir kortafærslna, og er því auðvelt að bera saman kostnað og áætla framtíðarkostnað vegna móttöku kortafærslna.

Blönduð þjónustugjöld flétta saman kostnaði við að færsluhirða kortafærslur í eitt meðalverð. Meðalverðið er reiknað með því að deila heildarkostnaði sem felst í færsluhirðingu kortafærslna með heildarfjölda kortafærslna.

Blönduð þjónustugjöld Teya innihalda því öll gjöld og kostnað sem lagt er á kortafærslur af hálfu kortaútgefenda, kortakerfa og færsluhirðis, þ. e. Teya. Það þýðir að fast verð á við þegar þú tekur við kortagreiðslum óháð mismunandi flokkum, vörumerkjum og útgáfulöndum greiðslukorta, svo dæmi sé nefnt. Með blönduðum þjónustugjöldum okkar ertu þar af leiðandi ávallt fullviss um hvað þú greiðir vegna hverrar kortagreiðslu. Ef kostnaður við færsluhirðingu kortagreiðslu er hærri en þitt fasta verð fellur mismunurinn á Teya.

Í stuttu máli fela blönduð þjónustugjöld Teya í sér einfaldleika og fyrirsjáanleika þar sem ávallt eitt fast verð mun eiga við um þínar kortafærslur. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af margbreytilegum gjöldum og öðrum kostnaði – þú greiðir ávallt fast verð vegna færsluhirðingar, þar með talin milligjöld og aukakostnað.