Hvernig á að nýta heimildir í Teya posanum þínum

Uppfært 

Ert þú með posa frá Teya? Viltu vita hvernig á að sækja og nýta heimildir? Í þessari grein munum við leiðbeina þér hvernig á að nota Heimildir eiginleikann og svara ýmsum algengum spurningum.

Hvað eru heimildir? Að sækja heimild gerir þér kleift að geyma ákveðna fjárhæð á greiðslukorti viðskiptavinar sem hægt er að sækja og nýta síðar. Fjármunirnir verða geymdir þar til þú lýkur (nýtir) eða hættir við (ógildir) færsluna eða þar til heimildin rennur út.

Að sækja heimild gerir þér ekki aðeins kleift að taka frá ákveðna upphæð fyrir tiltekna færslu heldur heldur getur þú einnig athugað hvort greiðslukort viðskiptavinar sé gilt og hafi næga innistæðu.

Get ég tekið heimildafærslur?

Sem viðskiptavinur Teya geturðu aðeins tekið frá heimild af korti viðskiptavinar ef fyrirtækið þitt er í eftirfarandi rekstri:

  • Hótel: Þú getur tekið frá heimild af greiðslukorti viðskiptavinar fyrir tilfallandi gjöldum eins og herbergisþjónustu, hlutum á hótel minibarnum eða skemmdum. Þetta tryggir einfalt og fljótlegt útritunarferli og dregur úr þeirri áhættu að gestir fara frá hótelinu án þess að gera upp ógreiddan reikning eða skuld.

  • Bílaleiga: Þú getur tekið frá heimild sem tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni eða vanskilagjöldum og tryggt að þú fáir fjármuni greidda.

  • Leiga á búnaði: Þú getur tekið frá heimild sem tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni eða vanskilagjöldum og tryggt að þú fáir fjármuni greidda.

Fyrirtæki í ofangreindum rekstri geta tekið frá heimild sem tryggingu fyrir vöru og þjónustu. Ef þú átt fyrirtæki í öðrum en ofangreindum rekstri, vinsamlegast hafðu samband við viðskiptaver í gegnum netspjall á heimasíðunni okkar, tölvupósti á hjalp@teya.is eða í síma 560 1600.

Hvernig virkja ég heimildir í Teya posanum mínum?

Þegar þú færð Teya posann er Heimildir eiginleikinn sjálfgefið óvirkur. Til að virkja eiginleikann skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan:

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Stjórna eiginleikum.

  3. Sláðu inn þinn PIN-númer stjórnanda.

  4. Strjúktu niður til að finna Heimildir.

  5. Virkjaðu Heimildir með því að haka í hnappinn.

    1. Hnappurinn verður svartur með hvítum hring þegar búið er að virkja eiginleikann. Þegar hann er óvirkur verður hnappurinn hvítur með svörtum hring.

Hvernig sæki ég heimild með Teya posanum mínum?

Til að sækja nýja heimild í Teya posanum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú sækir heimild skaltu ganga úr skugga um að kveikt sé á eiginleikanum með því að fylgja leiðbeiningunum hér að ofan.

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Heimildir.

  3. Smelltu á heimild hnappinn.

  4. Sláðu inn upphæð heimildar.

  5. Smelltu á Áfram til að taka frá heimild.

  6. Viðskiptavinur notar kortið, snertilaust, örgjörva, eða segulrönd til taka frá heimild.

Hvernig nýti ég heimild í Teya posanum mínum?

Til nýta heimild í Teya posanum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Heimildir.

  3. Leitaðu af heimildinni sem þú vilt nýta. Til að finna rétta heimild skaltu annaðhvort nota síuna eða biðja viðskiptavin um að setja kortið sitt að kortaskynjaranum til að finna viðeigandi heimildir.

  4. Veldu þá heimild sem þú vilt nýta.

  5. Smelltu á Nýta heimild.

  6. Sláðu inn PIN-númer stjórnanda til að staðfesta.

Hvernig bakfæri ég heimild í Teya posanum mínum?

Til að bakfæra heimild í Teya posanum þínum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Vinsamlegast athugið: Þú getur aðeins ógilt heimild, sem að búið er að nýta, samdægurs og hún var nýtt.

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Heimildir.

  3. Leitaðu að heimildinni sem þú vilt bakfæra. Til að finna rétta heimild skaltu annaðhvort nota síuna eða biðja viðskiptavin um að setja kortið sitt að kortaskynjaranum til að finna viðeigandi heimildir.

  4. Veldu þá heimild sem þú vilt bakfæra.

  5. Smelltu á Bakfæra heimild.

Hvernig endurgreiði ég heimildafærslu í Teya posanum mínum?

Til að endurgreiða heimildafærslu í Teya posanum þínum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan. Vinsamlega athugið: Að endurgreiða heimildafærslu er aðeins hægt hefur að heimildin hefur verið nýtt.

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Færslur og endurgreiðslur.

  3. Leitaðu að heimildafærslunni sem þú vilt endurgreiða. Til að finna rétta heimild skaltu annaðhvort nota síuna eða biðja viðskiptavin um að setja kortið sitt að kortaskynjaranum til að finna viðeigandi heimildir.

  4. Veldu þá heimildafærslu sem þú vilt endurgreiða.

  5. Smelltu á Endurgreiða.

Hvernig athuga ég stöðu heimildar í Teya posanum mínum?

Til að athuga stöðu heimildar í Teya posanum þínum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

Ef heimild er enn í bið:

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Heimildir.

  3. Leitaðu að heimildinni sem þú vilt athuga stöðuna á. Til að finna rétta heimild skaltu annaðhvort nota síuna eða biðja viðskiptavin um að setja kortið sitt að kortaskynjaranum til að finna viðeigandi heimildir.

  4. Veldu þá heimild sem þú vilt athuga stöðuna á.

  5. Ef Greiðsla heimiluð birtist, þýðir það að heimild hefur verið tekin af korti viðskiptavinar og upphæðin er í biðstöðu.

Athuga hvort heimild hefur verið tekin, bakfærð, endurgreidd eða er útrunnin:

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Færslur og endurgreiðslur.

  3. Leitaðu að heimildinni sem þú vilt athuga stöðuna á. Til að finna rétta heimild skaltu annaðhvort nota síuna eða biðja viðskiptavin um að setja kortið sitt að kortaskynjaranum til að finna viðeigandi heimildir.

  4. Veldu þá heimild sem þú vilt athuga stöðuna á.

  5. Ef Greiðsla rann út birtist þýðir það að heimildin er útrunnin og ekki er lengur hægt að nýta.

  6. Ef Greiðsla ógild birtist þýðir það að heimildin er ógild og peningarnir hafa verið sendir aftur á bankareikning korthafa.

  7. Ef Greiðsla samþykkt birtist þýðir það að heimildin hefur verið tekin og hefur verið greidd með næsta uppgjöri inn á bankareikninginn þinn.

Hvernig prenta ég út kvittun vegna heimildar í Teya posanum mínum?

Til að prenta út kvittun vegna heimildarfærslu í Teya posnaum þínum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

  1. Opnaðu ≡ Valmyndina í efra vinstra horninu.

  2. Smelltu á Heimildir.

  3. Smelltu á heimild hnappinn.

  4. Sláðu inn upphæð heimildar.

  5. Smelltu á Áfram til að taka frá heimild.

  6. Viðskiptavinur notar kortið, snertilaust, örgjörva, eða segulrönd til taka frá heimild.

  7. Smelltu á annað hvort Kvittun viðskiptavinar eða Kvittun seljanda eftir því sem þú þarft.

  8. Posinn prentar út viðeigandi kvittun.

Algengar spurningar um forheimildir

Heimildir eru greiðsluferli sem gerir þér kleift að geyma/taka frá ákveðna fjárhæð á greiðslukorti viðskiptavinar sem hægt er að ná í eða nýta síðar. Fjármunirnir verða geymdir þar til þú nýtir eða bakfærir heimildafærsluna eða þar til að heimildin rennur út. Heimildir eru almennt notaðar í aðstæðum þar sem endanleg upphæð viðskipta er ekki staðfest.

Það hafa ekki öll fyrirtæki aðgang að Heimildir eiginleikanum. Fyrirtæki í rekstri svo sem hótel, bílaleigur og búnaðarleigur hafa aðgang að þessum eiginleika þar sem að þau þurfa oft að get tekið frá heimild sem tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni áður en viðskiptunum er lokið.

Nei, það er enginn aukakostnaður tengdur heimildum. Gjöldin eru þau sömu og þau myndu vera fyrir aðrar færslur.

Já, í sumum tilfellum er hægt að hætta við heimildafærslu. Þú getur valið að hætta við heimild af ýmsum ástæðum, til dæmis ef lokaupphæðin er verulega frábrugðin upphaflegri heimildarupphæð.

Þú færð greitt þegar heimild hefur verið nýtt. Eftir að þú hefur veitt vörurnar eða þjónustuna og færsluupphæðin er ákvörðuð þarftu að "Nýta heimild". Þegar heimildin hefur verið nýtt færðu greitt á skráðan bankareikning þinn með uppgjörinu næsta virka dag.

Þú verður að nýta heimildina áður en að hún rennur út til að ná greiðslunni. Ef gildistíminn er runninn út án þess að heimildin sé nýtt en hún sjálfkrafa bakfærð og peningarnir verða aftur aðgengilegir korthafa.

Gildistími heimildar getur verið mismunandi og ræðst af tegund fyrirtækis þíns, kortafélaga og kortategund. Venjulega er gildistíminn á bilinu einni viku til 30 daga. Eftir þetta tímabil er heimildin sjálfkrafa bakfærð og peningarnir verða aftur aðgengilegir korthafa.

Fyrningardagsetningin er sýnileg á hverri heimildafærslu í posanum þínum. Þú getur fundið það í "Upplýsingar um færslu".

Þó að nákvæmur gildistími sé breytilegur eftir þeim þáttum sem lýst er hér að ofan er ekki hægt að framlengja gildistíma fram yfir fyrningardagsetningu. Eftir að gildistími nær fyrningardagsetningu rennur heimildin út og þarf að sækja nýja heimild til að ná peningunum að lokum.

Ekki er hægt að nýta heimild að hærri upphæð en upprunaleg heimild sem er í bið. Aðeins er hægt að nýta sömu upphæð eða hvaða upphæð sem er lægir en heimildin á bið.

Þú getur tekið frá heimild á Visa og Mastercard kort með Teya Payments.

Það er engin lágmarksupphæð sem hægt er að halda eða taka heimild fyrir.

Já, þú ættir að láta viðskiptavini þína vita hvernig ferlið virkar til að forðast rugling og viðhalda gagnsæi.

Að nýta heimild er ferli sem er bundið við að taka frá heimild á kortið viðskiptavinar. Þetta er leið fyrir færsluhirði, eins og Teya, að taka frá og rukka umbeðna heimild annað hvort að fullu eða að hluta. Þó að heimildin sjálf tryggi að næg innistæða sé á reikningi viðskiptavinar og að kortið sé gilt, þá er það ekki fyrr en að fjármunir eru loksins fluttir af reikningi viðskiptavinar á reikninginn þinn að greiðslunni sé lokið.

Fyrirframgreiðsla er þegar viðskiptavinur er rukkaður áður en hann kaupir vöru eða notar þjónustu, en að taka frá heimild þá ertu einfaldlega að halda peningum á greiðslukorti hans.

Vernd – Að taka frá heimild veitir þér lag af vernd, t.d. með því að gegna tryggingu ef tjón verður eða koma í veg fyrir no-show þegar kemur að því að greiða fyrir tilfallandi gjöld eins og herbergisþjónustu eða notkun á minibar á hótelum. Það þýðir líka að þú getur gengið úr skugga um að greiðslukort viðskiptavinar sé gilt og hafi þá stöðu sem þarf.

Þægindi - Þetta getur komið í stað fyrir tryggingu með seðlum (cash deposit) eða við svipaðar aðstæður.

Kemur í veg fyrir óþarfa gjöld – Taka frá heimild getur komið í veg fyrir óþarfa vinnslugjöld fyrir greiðsluna sem verða til þegar rukkað er á viðskiptavin og síðan endurgreitt. Í þeim tilfellum falla vinnslugjöld fyrir upphafsgreiðslu og endurgreiðslu. Ef þú rukkaðir viðskiptavin fyrir fram fyrir tjón og svo varð ekkert tjón hefðu þessi vinnslugjöld verið til einskis. Þess í stað að taka frá heimild þýðir að enginn er rukkaður um neitt fyrr en það er nýtt heimildina sem er búið að taka frá.

Þetta virkar líka viðskiptavinum í hag, því að bakfæra heimild skilar peningum hans strax, en að endurgreiða samþykkta færslu getur tekið nokkra daga.