Kortafærslugjöld - Interchange++

Uppfært 

Við hverja kortafærslu eru færslugjöld dregin frá heildarupphæðinni.

Interchange (IC++)

Með millikortagjalda++ gjaldasettinu er fullt gagnsæi á þá gjaldaliði sem fylgja færslunum þínum svo þú getur fullvissað þig um hvert þín gjöld eru að fara. Í gegnum þá verðskrá er gjaldaliðum á uppgjörsyfirliti skipt niður í þrjá flokka: millikortagjöld, gjöld kortafélaga og þóknun Teya.

Millikortagjöld (e. Interchange fee - IC)

Fyrir hverja kortafærslu greiðist millikortagjald til útgáfubanka kortsins. Annað heiti yfir þessi gjöld er gjald útgáfubanka.

Þetta gjald er að jafnaði 0.20% - 1.80% fyrir hverja færslu.

Gjöld kortafélaga (e. Scheme fee+)

Kortafélög á borð við Visa og Mastercard rukka gjald fyrir meðhöndlun og úrvinnslu hverrar færslu. Þetta gjald getur verið breytilegt eftir staðsetningu, öryggisstigi færslunnar eða gerð korta.

Þetta gjald er að jafnaði 0.02% - 0.65% fyrir hverja færslu.

Gjöld færsluhirða (e. Acquirer fee +)

Fast gjald sem er rukkað fyrir færsluhirðinguna. Þetta gjald inniheldur kostnaðinn á bak við úrvinnslu færslna og er þetta fast gjald sem Teya rukkar.

Kostnaðurinn á millikortagjöldum og gjöldum kortafélaga sem þú greiðir mun breytast eftir því hvernig tegund færslnanna er í hverjum mánuði. Kostnaðurinn minnkar þegar þú tekur við fleiri færslum af innlendum, debet-, einstaklingskortum og mun aftur á móti aukast þegar þú tekur við fleiri færslum af erlendum, kredit-, fyrirtækjakortum. Þetta þýðir að þú munt aldrei yfir- eða undirgreiða fyrir færslurnar sem þú tekur og þú munt hafa góða yfirsýn yfir það hvað Teya tekur fyrir þjónustuna.

Á uppgjörsyfirlitinu munt þú sjá eitt gjald sem þú greiðir fyrir færslurnar sem verður brotið niður í ofangreinda þrjá flokka sem þú getur rýnt í.