Færslur

Uppfært 

Greiðsluforritið í posanum býður upp á gott yfirlit yfir færslur og endurgreiðslur. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar hvernig á að skoða færslur:

1. Smelltu á ≡ Valmyndartáknið í efra vinstra horninu.

2. Smelltu á Færslur og endurgreiðslur.

3. Þar sérðu lista af öllum færslum sem þú hefur tekið á móti í posanum.

4. Smelltu á færslu til að sjá nánari upplýsingar.

Hvernig leita ég af færslu?

Ef viðskiptavinurinn kemur aftur í búðina þína og spyr um ákveðin kaup geturðu fundið viðkomandi færslu fljótt.

1. Smelltu á kortatáknið með stækkunargleri.

2. Notaðu snertilaust, örgörva eða segulrönd á korti viðskiptavinarins.

3. Smelltu á færsluna til að skoða hana nánar.

Athugið - Þú getur einnig leitað eftir færslum:

  • Með því að slá inn Tilvísunarnúmer eða síðustu fjóra tölustafi í korti viðskiptavinar.

  • Með því að sía færslur eftir dagsetningu, upphæð, posa, stöðu færslu eða gerð, sem og greiðslumáta.

Hvernig athuga ég stöðu færslu?

Í posanum á meðan viðskiptum stendur

1. Athugaðu stöðu færslu á skjánum í posanum.

2. Fylgdu næstu skrefum á skjánum í posanum.

3. Á kvittun kemur einnig fram hvort að færslan var samþykkt eða hafnað.

Í gegnum færslusögu í posanum

1. Smelltu á ≡ Valmyndartáknið í efra vinstra horninu.

2. Veldu Færslur og endurgreiðslur í valmyndinni.

3. Ef fyrri viðskipti hafa átt sér stað í posanum muntu sjá lista af þeim.

4. Smelltu á hvaða færslu sem er til að skoða hana nánar.

Í gegnum Viðskiptagátt Teya

Ef posinn er ekki innan handar getur þú skráð þig inn á Viðskiptagátt Teya og athugað stöðu færslu í rauntíma.

Hvernig get ég skilið stöðu viðskipta?

Tegund færslu

Staða færslu

Hvað það þýðir

Greiðsla eða endurgreiðsla

Samþykkt

Færsla var samþykkt.

Greiðsla eða endurgreiðsla

Ógild

Færsla var ógild, annað hvort af seljanda eða sjálfkrafa af kerfinu.

Greiðsla eða endurgreiðsla

Í bið

Beiðni um greiðslu eða endurgreiðslu hefur verið stofnuð en hefur ekki skilað sér í vinnslu til bankans. Þú getur ennþá ógilt greiðslu meðan hún er í bið.

Greiðsla eða endurgreiðsla

Hafnað

Færslu var hafnað.

Greiðslubeiðni

Greiðslubeiðni virk

Greiðslubeiðni var send til viðskiptavinar en hann hefur ekki greitt beiðnina.

Greiðslubeiðni

Greiðslubeiðni rann út

Viðskiptavinur hefur ekki greitt greiðslubeiðnina og hlekkurinn rann út. Vinsamlegast sendu nýja greiðslubeiðni.

Af hverju var færslu hafnað?

Kort viðskiptavinar getur verið hafnað af ýmsum ástæðum. Venjulega gerist þetta vegna þess að:

1. Kort er útrunnið.

2. Ekki næg heimild á korti viðskiptavinar.

3. Heimilisfang sem er gefið upp passar ekki við heimilisfangið sem útgefandi hefur á skrá.

4. Útgáfubankinn sér grunsamlega notkun á kortinu sem gætu verið merki um svik.

5. Viðskiptavinur sló inn rangar kortaupplýsingar.

6. Kort viðskiptavinar leyfir ekki erlendar færslur og hann er utan þjónustusvæðis.

Það gæti komið fyrir að þú sért ekki viss um hvort sé að ræða eða hvort það sé eitthvað að posanum þínum - það er þó venjulega ekki raunin.

  • Misheppnuð færsla hefur verið heimiluð í kerfinu en það hefur ekki verið rukkað kortið af ýmsum ástæðum. Hins vegar gæti viðskiptavinur séð að færslan sé í bið ef þau athuga stöðuna í heimabankanum. Sú færsla mun vera sjálfkrafa bakfærð til viðskiptavinar en ef það gerist ekki ætti viðskiptavinur að heyra í sínum útgáfubanka.

  • Höfnuð færsla var ekki heimiluð. Það er ekki hægt að skuldfæra kort viðskiptavinar handvirkt.

Getur ekki fundið færslu?

Ef þú getur ekki fundið færslu í færslusögunni í posanum eða á Viðskiptagátt Teya, vinsamlegast hafðu samband við Viðskiptaver fyrir frekari aðstoð.