PIN öryggi

Uppfært 

Sumar aðgerðir á posanum krefjast PIN-númers. Þetta PIN er kallað PIN stjórnanda og er það til staðar til að veita fyrirtækinu þínu aukið öryggi.

PIN-númer stjórnanda er stillt við fyrstu uppsetningu forritsins. Það er nauðsynlegt til að veita þér aðgang að samantektum, eða ef þú vilt stjórna mismunandi eiginleikum í posanum. Þú getur líka virkjað PIN öryggi til að skoða færslur og endurgreiðslur.

Breyta PIN stjórnanda

PIN-númerinu er hægt að breyta í valmyndinni. Þú verður að slá inn núverandi PIN-númer til að halda áfram að breyta PIN-númeri stjórnanda.

1. Frá aðalvalmyndinni í forritinu veldu ≡ Valmynd hnappinn efst í vinstra horninu.

2. Smelltu a PIN öryggi og sláðu inn núverandi PIN-númer til að halda áfram.

3. Veldu Breyta PIN stjórnanda til að breyta PIN-númerinu. Þú verður að slá inn núverandi PIN-númer einu sinni enn áður en þú heldur áfram.

4.Búðu til nýtt stjórnenda PIN-númer og sláðu það inn aftur til að staðfesta breytingu.

5. Staðfestingarskilaboð munu birtast á skjánum þegar PIN-númeri hefur verið breytt.

Athugið: ef þú vilt virkja PIN öryggi fyrir færslur og endurgreiðslur skaltu haka í Færslur og endurgreiðslur PIN undir PIN öryggi. Hnappurinn verður svartur þegar það er búið að virkja þennan valmöguleika.

Þú getur auðveldlega athugað útgáfu forritsins á posanum þínum með því að smella á Stillingar eða Valmyndartáknið efst til vinstri. Neðst á skjánum muntu taka eftir útgáfunni, t.d. 2.7.0.

Undir Öryggi geturðu stjórnað öllum eiginleikum varðandi öryggi greiðsluforritsins og posans. Þú getur valið að gera sumar aðgerðir forritsins aðeins aðgengilega fyrir þá starfsmenn sem þú treystir best.

Breyta PIN stjórnanda

Alltaf þegar þú vilt hætta við færslu eða endurgreiða verður þú beðin/n um að slá inn fjögurra stafa PIN-númer.

Annað hvort er þegar búið að setja upp PIN-númer í posanum eða þú setur það upp í fyrsta skipti sem þú ræsir forritið. Þú getur breytt því hvenær sem er með því að fylgja skrefunum hér að neðan:

  1. Í aðalvalmynd greiðsluforritsins, smelltu á Stillingar táknið efst í vinstra horninu.

  2. Veldu Öryggi valmöguleikann.

  3. Sláðu inn fjögurra stafa PIN-númerið þitt til að halda áfram.

  4. Ýttu á Breyta PIN stjórnanda.

  5. Sláðu inn núverandi PIN-númer.

  6. Búðu til nýtt PIN-númer.

  7. Staðfestu breytinguna með því að slá inn nýja PIN-númerið þitt einu sinni enn.

PIN færslusögu

Þú getur læst aðgangi að færslusögu með því að virkja PIN færslusögu.

  1. Í aðalvalmynd greiðsluforritsins, smelltu á Stillingar táknið efst í vinstra horninu.

  2. Veldu Öryggi og sláðu inn fjögurra stafa PIN-númerið þitt.

  3. Veldu PIN færslusögu.

  4. Hakaðu í Virkja PIN-stjórnun færslusögu. Hnappurinn verður svartur þegar það er búið að virkja þennan valmöguleika.

Þú verður beðin/n um að slá inn PIN-númerið í hvert skipti sem þú opnar færslur.

Undir Öryggi getur þú líka valið að:

  • Læsa skjá
    Farðu í Stillingar > Öryggi > Læsa skjá > Virkja skjálás. Þú getur þá einnig virkjað a PIN á skjálás.

  • PIN-númer til að prenta síðustu kvittun
    Farðu í Stillingar > Öryggi > Virkja PIN-númer til að prenta síðustu kvittun.