Posi - Bilanagreining

Updated 

Posinn þinn er Android tæki sem er uppsett með Teya greiðsluforriti. Svo posinn virki rétt verður hann að:

  • Hafa aðgang að neti - Ef posinn þinn er hvorki tengdur við farsímanet né þráðlaust net mun hann ekki geta tekið á móti færslum og kortagreiðslur fara ekki í gegn. Fyrir frekari upplýsingar hvernig á að tengja posann við net smelltu hér.

  • Hafa næga rafhlöðu - Ef rafhlaðan á posanum er tóm eða lægri en 10% getur það haft áhrif á vinnslu færslna og prentun kvittana eða samantektar. Fyrir frekari upplýsingar hvernig á að athuga stöðu rafhlöðu smelltu hér.

  • Hafa posarúllu - Ef posinn þinn er uppiskroppa með pappír, posarúllan hefur ekki verið sett í á réttan hátt eða hólfinu hefur ekki verið lokað gæti posinn átt í erfiðleikum með að prenta eða prentar ekki neitt. Fyrir frekari upplýsingar hvernig á að skipta um posarúllu smelltu hér.

  • Ekki að hafa orðið fyrir skemmdum - Ef posinn hefur dottið og skemmst á einhvern hátt gæti verið að hann virki ekki lengur sem skyldi.

Hér fyrir neðan í greininni eru nokkur algeng vandamál og hvernig á að leysa þau:

Skjárinn á posanum er frosinn

Tækin okkar keyra á Android stýrikerfi og við mælum með að slökkva/endurræsa posann einu sinni í viku. Til að endurræsa hann að fullu skaltu fjarlægja rafhlöðuna og setja hana aftur í eftir nokkrar sekúndur. Mikilvægt er að hafa posann ekki í sambandi meðan þetta er gert.

Posinn prentar ekki kvittanir

Þú getur endurprentað kvittanir hvenær sem er undir Færslur og endurgreiðslur. Opnaðu valmyndina í efra vinstra horninu og veldu Færslur og endurgreiðslur, smelltu síðan á færsluna sem þú ert að leita að. Veldu annað hvort Kvittun viðskiptavinar eða Kvittun seljanda og posinn prentar út kvittunina.

Færslum er hafnað í posanum

Vinsamlegast athugaðu ástæðu höfnunar í valmyndinni undir Færslur og endurgreiðslur, hafnaðar færslur birtast rauðar í færslulistanum. Ef þú sérð net/tengingarvillu skaltu athuga nettenginguna þína eins og lýst er hér.

Færslu er hafnað í posanum en korthafi sér skuldfærslu á yfirliti

Færslan verður aðeins skuldfærð af korti viðskiptavinar ef posinn prentar út samþykkta greiðslukvittun. Ef það prentast út kvittun vegna höfnunar getur verið að það sé tekin heimild fyrir færsluupphæðinni, hún er þá í bið á korti viðskiptavinar sem bankinn leiðréttir sjálfkrafa. Ef þú ert ekki viss um stöðu færslunnar getur þú athugað stöðuna hvenær sem er í valmyndinni undir Færslur og endurgreiðslur.

Skjárinn á posanum sýnir tengingarvillu

Í þessu tilviki skaltu athuga hvort posinn þinn sé rétt tengdur við netið. Þú getur séð nánari upplýsingar þessari grein.

​​

Rafhlaðan á posanum er ekki að hlaðast

Þá er líklegast vandamál með hleðslutækið. Prófaðu að nota annað hleðslutæki til að sjá hvort það virkar. Það getur verið að hleðsludokkan virki ekki en þá er hægt að hlaða posann með því að tengja snúruna beint í vinstri hliðina á posanum. Ef vandamálið er enn til staðar hafðu samband við Viðskiptaver fyrir frekari aðstoð.

Samantekt passar ekki við skýrsluna úr kassakerfinu

Athugaðu undir Færslur og endurgreiðslur til að athuga hvort endurgreiðsla hafi verið gerð í posanum þann dag. Ef ekki, vinsamlegast athugaðu fyrri lokaða samantekt í valmyndinni undir Samantektir. Sjá nánari upplýsingar um samantektir í þessar grein.

Villumelding á posanum sem segir "Terminal Not Configured"

Ef posinn sýnir villumeldinguna "Terminal Not Configured" þegar þú opnar Payments appið biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við Viðskiptaver fyrir frekari aðstoð.