hvernig á að endurgreiða færslur í gegnum shopify?

Updated 

Með nýju uppfærslunni á Shopify viðbótinni getur þú auðveldlega endurgreitt allar þínar færslur í gegnum Shopify vefverslunina þína.

 

:info:Athugið að eldri viðbót hjá Shopify (Borgun Payment Page) hætti að virka eftir 2. september 2022. Til þess að greiðslusíðan ykkar haldist virk verður þú að uppfæra í nýju viðbótina.

Smelltu hér ef þú vilt sjá hvernig þú tengir Shopify viðbótina við Teya.

 

Hvernig á að endurgreiða færslur í gegnum Shopify?

 

1. Opnaðu viðeigandi pöntun og ýttu á “refund” hnappinn.

 

f37adaca-a0c4-4e56-b729-01104f790bc2.png

 

Veldu:

  • Vöruna sem þú vilt endurgreiða og magn (1)

  • Hakaðu í “Restock item” (ef þú vilt bæta við vöru í byrgðarstöðu)

  • Lýstu ástæðu fyrir endurgreiðslu (2)

  • Athugað hvort að upphæðin stemmir (3)

  • Hakaðu í “Send a notification to the customer” ef þú vilt senda tilkynningu til viðskiptavinar (4)

  • Staðfestu með því að ýta á “Refund” hnappinn (5)

 

6eabdc25-c3d1-4a2a-86cc-8b30ccd7364d.png

 

Pöntunin verður þá uppfærð í “Refunded” (endurgreitt).

 

d9f308ca-9b27-4f8d-b9f6-3bd25cb8f4a2.png

 

Það er hægt að endurgreiða færslur að fullu eða hluta til, fer eftir hversu mörgum vörum er skilað.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða lendir í vandræðum með endurgreiða, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 560-1600 eða með tölvupósti á sTeya@sTeya.is og við munum svara um hæl!