Endurgreiðslur

Uppfært 

Greiðsluforritið í posanum býður upp á gott yfirlit yfir færslur, og möguleika á að endurgreiða viðskiptavinum þínum beint í gegnum posann.

Ef viðskiptavinur vill skila vöru eða þjónustu og það var borgað með korti getur endurgreitt færsluna í posanum. Yfirlit yfir öll fyrri viðskipti er að finna í appinu undir Færslur og endurgreiðslur. Þú getur nú endurgreitt án þess að korthafi sé viðstaddur. Einfaldlega fylgdu skrefunum hér að neðan.

Endurgreiðslur

1. Í aðalvalmyndinni smelltu á ≡ Valmyndarhnappinn efst í vinstra horninu.

2. Ýttu á Færslur og endurgreiðslur.

3. Leitaðu af færslunni eða notaðu kortið/leitarvélina/síur til að finna færsluna sem þú vilt endurgreiða.

4. Þegar þú finnur færsluna sem þú vilt endurgreiða smellir þú á hana.

5: Smelltu á Endurgreiða.

6. Sláðu inn fjögurra stafa PIN-númer.

7. Þá opnast gluggi sem biður þig um að velja Full endurgreiðsla, eða stimpla inn þá upphæð sem á að endurgreiða.

Athugið - Endurgreiðslan getur verið að fullu eða að hluta, fer allt eftir vörunni eða þjónustunni sem viðskiptavinurinn þinn er að skila. Athugið að upphæð endurgreiðslu getur ekki verið hærri en upphæð upphaflegu viðskiptanna.

8. Smelltu á Áfram.

9. Athugaðu hvort að endurgreiðsluupphæðin stemmi og smelltu á Endurgreiða. Athugið, þetta er seinasta skrefið sem þú hefur til þess að hætta við endurgreiðsluna.

Athugið - Þú getur nú endurgreitt án þess að korthafi sé viðstaddur. Færslan verður endurgreidd á það kort sem var notað í viðskiptunum. Þessi eiginleiki gefur þér og viðskiptavinum þínum aukinn sveigjanleika.

10. Staðfestingarskjárinn mun annað hvort birta Endurgreiðsla samþykkt eða Greiðsla ógild.

11. Ef þú vilt prenta kvittun viðskiptavinar, smelltu á Prenta kvittun viðskiptavinar.

Upplýsingar um endurgreiðslur/ógildingu verða sýnilegar í Færslusögunni.

Mikilvægt - Ef þú hættir við færslu samdægurs verður færslan ógild. Þetta gerist út af því að það er ekki búið að vinna færsluna í bakendanum okkar að fullu og mun því birtast sem Greiðsla ógild undir Færslur og endurgreiðslur. Hins vegar, ef þú hættir við færslu eftir að það er búið að vinna hana í bakendanum mun hún birtast sem Endurgreiðsla samþykkt undir Færslur og endurgreiðslur. Þetta gefur til kynna að upphæð færslunnar hefur verið endurgreidd til viðskiptavinar.

Þú getur auðveldlega athugað útgáfu forritsins í posanum með því að smella á Stillingar eða Valmyndartáknið efst til vinstri. Neðst á skjánum sérðu app útgáfuna, t.d. 2.7.0.

Athugaðu fyrri viðskipti

Færsluyfirlit veitir þér fullkomið yfirlit yfir öll fyrri viðskipti og innsýn eins og:

  • Voru einhverjar endurgreiðslur gerðar á fyrri færslur

  • Var einhverjum færslum hafnað

  • Prenta auka kvittun fyrir viðskiptavin

Skoða færsluyfirlit:

  1. Opnaðu Payapp með því að smella á Payapp táknið á aðalvalmynd posans.

  2. Veldu Færslur.

  3. Ef einhverjar færslur hafa verið teknar á posann muntu sjá yfirlit yfir þær.

  4. Smelltu á færslu til að fá nánari upplýsingar.

Gagnleg ráð: Ef þú ert að leita að tiltekinni færslu getur þú:

  • Notað 🔍 stækkunarglerið:
    Þú getur leitað í færslunum með því að slá inn tilvísunarnúmer eða síðustu 4 tölustafina á kortinu sem var notað.

  • Sía eftir færslum:
    Þú getur síað færslur eftir tímabili, upphæð, kortatýpu, tegund og stöðu færslunnar, sem og raðnúmer posa ef þú notast við fleiri en einn.

Hætta við síðustu færslu

Með því að velja Hætta við síðustu færslu í aðalvalmynd appsins ert þú að hætta við síðustu greiðslu að fullu.

  1. Veldu Hætta við síðustu færslu í aðalvalmynd appsins.

  2. Sláðu inn 4 stafa öryggis PIN.

  3. Staðfestu með því að ýta á Já.

  4. Ýttu á Prenta kvittun ef þú vilt prenta kvittun fyrir viðskiptavin.

Athugið: Þegar hætt er við færslu er salan bakfærð, eins og hún hafi aldrei átt sér stað. Upphæðin verður ekki greidd út og engin færslugjöld eru lögð á.

Endurgreiða færslu

Ef viðskiptavinir þínir vilja skila vöru eða þjónustu og þeir borguðu með korti, getur þú endurgreitt peninginn þeirra í posanum sjálfum. Yfirlit yfir allar fyrri færslur er að finna í appinu undir Færslur.

Þú getur endurgreitt peningana þeirra að fullu eða að hluta til, háð vörunni eða þjónustunni sem viðskiptavinurinn þinn er að skila.

Athugið: Upphæð endurgreiðslu getur ekki verið hærri en upphæð þeirrar færslu sem verið er að endurgreiða.

  1. Á aðalvalmynd forritsins, veldu Færslur.

  2. Finndu færsluna sem þú vilt endurgreiða með því að fletta í gegn eða nota síuna efst í hægra horni.

  3. Þegar þú finnur færsluna sem þú vilt endurgreiða, smellir þú á hana.

  4. Veldu Framkvæma endurgreiðslu.

  5. Sláðu inn þitt 4 stafa öryggis PIN.

  6. Þá opnast gluggi sem biður þig um að slá inn endurgreiðsluupphæð.

  7. Sláðu inn upphæðina sem þú vilt endurgreiða og smelltu á Endurgreiða.

Athugið: Fyrir fulla endurgreiðslu settu inn upprunalegu upphæðina sem birtist á skjánum. Til að endurgreiða að hluta til, þarftu að aðlaga upphæðina að upphæðinni sem þú vilt endurgreiða.

8. Leggðu kortið á posann, notaðu örgjörva eða segulrönd til þess að framkvæma endurgreiðslu.

9. Ef þú vilt prenta kvittun fyrir viðskiptavininn, ýttu á Prenta kvittun.

Upplýsingar um endurgreiðslu verða nú sýnilegar í Færslur.

Mikilvægt: 4 stafa öryggis PIN er stillt við fyrstu ræsingu forritsins, en þér er frjálst að breyta því hvenær sem er í stillingum appsins. PIN-númerið er til staðar til að tryggja aukið öryggi. Enginn utanaðkomandi einstaklingur getur farið í posann og hætt við eða endurgreitt færslur viðskiptavina.