Neikvæð staða

Uppfært 

Hvað er neikvæð staða?

Samningur getur farið í neikvæða stöðu ef að heildafrádráttur frá gjöldum, endurkröfum eða endurgreiðslum er meiri en heildarupphæð veltu. Þegar samningur er í neikvæðri stöðu færð þú ekki greitt uppgjör fyrr en:

  • Veltan er hærri en frádráttur.

  • Uppgjör er yfir lágmarksupphæð uppgjörs eða það sem samsvarar 15 EUR.

Hvað gerist ef samningurinn minn fer í neikvæð stöðu?

Ef að samningur fer í neikvæða stöðu gætu komið ýmsar takmarkanir á samninginn svo sem takmarkanir á endurgreiðslum, en þú getur séð nánari upplýsingar um það hérna.

Hvernig hreinsa ég neikvæð stöðu?

Neikvæð staða verður hreinsuð þegar velta er orðin hærri en frádráttur. Ef engin önnur velta er væntanleg, þá máttu vinsamlegast millifæra á reikning Teya fyrir neikvæðu stöðunni á samningnum til þess að koma í veg fyrir frekari skuld.

Kennitala: 440686-1259

Reikningur: 0515-26-3500187

​Vinsamlegast settu samningsnúmerið þitt í athugasemd við greiðsluna (MID).

Ef þú hefur frekari spurningar eða ef það er eitthvað óljóst getur þú haft samband við Viðskiptaver okkar í síma 560 1600 eða sent póst á netfangið hjalp@teya.is.