Hvers vegna þú hefur ekki fengið greitt uppgjör

Uppfært 

Uppgjörsstaða

Fyrir nákvæma stöðu á uppgjörinu þínu getur þú skráð þig inn á Viðskiptagátt Teya og athugað stöðuna í rauntíma.

Ef uppgjörsstaða þín er Í vinnslu eða Greitt færð þú upphæðina samdægurs, milli 8:00 og 17:00 (alla virka daga). Ef uppgjörsstaðan er Frestað eða í Biðstöðu gætu þetta verið ástæðurnar:

Þú ert nýr viðskiptavinur og við þurfum að staðfesta hver þú ert

Eftir að við höfum yfirfarið öll gögn varðandi seljendasamning sem þú ert með hjá okkur ættir þú að fá uppgjör þitt næsta virka dag.

Við erum með rangar reikningsupplýsingar á skrá

Vinsamlegast skráðu þig inn Viðskiptagátt Teya og athugaðu hvort bankaupplýsingarnar þínar séu réttar.

Það er helgi- eða frídagur

Uppgjör eru greidd út næsta virka dag, mánudaga til föstudaga, sem þýðir að þú færð ekki uppgjörsgreiðslur á laugardögum, sunnudögum eða almennum frídögum.

Það eru tæknileg vandamál

Kerfisrof, tengingarvandamál eða bilanir í greiðslukerfi gætu valdið seinkun á uppgjörsgreiðslum. Við munum láta þig vita fyrirfram um allar fyrirhugaðar kerfisuppfærslur. Ef þú hefur einhverjar frekari fyrirspurnir, vinsamlegast hafðu samband við Viðskiptaver okkar í gegnum netspjall á heimasíðunni okkar, með tölvupóst á hjalp@teya.is eða í síma 560 1600.

Uppgjör er fyrir neðan lágmarksupphæð uppgjörs

Heildaupphæð færslna gæti verið fyrir neðan lágmarksupphæð uppgjörs. Þetta er samningsbundin lágmarksfjárhæð færslna sem þarf til að gera upp næsta dag (það sem nemur £15). Ekki hafa áhyggjur, þetta þýðir ekki að þú tapir peningunum þínum! Uppgjörsgreiðslu þinni er aðeins frestað til næsta virka dags eða þegar heildarupphæð uppgjörs nær yfir það sem nemur £15.

Þú átt útistandandi skuldir við Teya

Þú færð ekki uppgjör ef þú skuldar Teya, t.d. út af ógreiddum mánaðargjöldum fyrir posa eða veflausn, endurgreiðslu, endurkröfu o.s.frv. Ef svo er geturðu valið að greiða niður skuldina strax eða bíða eftir að skuldin sé afgreidd með næsta uppgjöri. Um leið og skuld þín hefur verið greidd mun daglegt uppgjör hefjast að nýju eins og venjulega.

Af hverju var færslu hjá mér hafnð?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að færslu gæti hafa verið hafnað. Vinsamlegast skoðaðu þessa grein fyrir frekari upplýsingar.