Þjónustugjöld, þóknun og reikningar

Uppfært 

Þjónustugjöld Teya, þóknun og reikningar, geta verið mismunandi eftir þeim vörum og þjónustu sem fyrirtækið þitt notar, sem og landinu þar sem fyrirtækið þitt starfar. Samningur þinn við Teya er ekki bundinn og býður því upp á sveigjanleika. Þú getur alltaf lesið notendaskilmála okkar fyrir frekari útskýringar á skilmálum.

Hvað eru þjónustugjöld?

Hugtakið þjónustugjöld er notað um að taka við kortagreiðslum, hvort sem er í posanum þínum eða á netinu. Hver kortafærsla fer í gegnum nokkur skref í bakendanum okkar sem tryggir að færslan sé heimiluð og að um örugga greiðslu sé að ræða.

Helstu aðilar sem koma að þessu ferli eru:

  • Bankinn sem gefur út kort viðskiptavinar (Útgefandi).

  • Kortafélagið sem að kortið tilheyrir, t.d. Visa eða Mastercard (Kortafélag).

  • Stofnunin sem sér um vinnslu kortafærslna fyrir fyrirtækið þitt (Færsluhirðir).

Þessir aðilar taka hvor um sig þátt í þessu ferli og setja hver um sig gjald fyrir afgreiðslu kortafærslna. Þjónustugjöldin sem fyrirtækið þitt samþykkti þegar þú komst í viðskipti við Teya samanstendur af þessum gjöldum og þau eru notuð við hverja afgreidda kortafærslu. Hjá Teya eru tvennskonar gjaldasett, Fast gjald og Interchange++ (IC++).

Hvað er þóknun?

Þóknun vísar í færslugjöld kortafærslna. Með hverri færslu sem afgreidd er í posanum þínum eða á netinu er ákveðið gjald lagt á.

Gjaldið samanstendur af þremur aðskildum liðum:

  • Millikortagjöld sem fer til útgáfubanka kortsins.

  • Gjöld kortafélaga sem fer t.d. til Visa og Mastercard.

  • Gjöld færsluhirða sem fer til stofnunarinnar sem sér um vinnslu kortafærslna fyrir fyrirtækið þitt.

Athugið - Gjöld geta verið breytileg eftir kortategund, landi fyrirtækis, kortaútgefanda o.s.frv. Til dæmis myndu færslur sem gerðar eru með erlendu viðskiptakreditkorti bera hærri gjöld en færslur með innlendu einstaklings debetkorti.

Þegar búið er að vinna færslurnar verða þær greiddar með næsta uppgjöri. Fyrir hvert uppgjör færðu senda daglega uppgjörsskýrslu sem er sjálfkrafa send á skráð netfang fyrirtækis. Mánaðarleg uppgjörsskýrsla er einnig send sjálfkrafa á sama netfang í byrjun næsta mánaðar fyrir mánuðinn á undan. Athugið, þetta eru ekki reikningar heldur skýrsla sem inniheldur ítarlega sundurliðun á öllum kortafærslum.

Hvað eru reikningar?

Reikningar eiga við um sumar en ekki allar vörur og þjónustu Teya. Til dæmis ef þú ert að nota Teya posa til þess að taka á móti færslum gætir þú verið að greiða mánaðargjald fyrir posann. Í hverjum mánuði færðu sendan reikning vegna mánaðargjalds eins og er lýst nánar hér.

Breytingar á þjónustugjöldum, þóknun og reikningum

Getur farið eftir breytingum á Viðskiptaskilmálum sem og fjölda kortafærslna sem fer í gegnum fyrirtækið þitt. Teya getur hvenær sem er gert breytingar á seljandasamningi, þ.m.t. þjónustugjöldum, þóknun og reikningum. Það gæti leitt til hækkunar eða lækkunar, fer eftir hvernig veltusamsetning hjá fyrirtækinu þínu er. Vinsamlegast hafðu í huga að þessar útreikningar taka legra tímabil inn í myndina heldur en bara einn mánuð.