Greiðslutenglar á Þjónustuvefnum (B-Online)

Updated 

Þjónustuvefurinn býður upp á möguleika á að búa til greiðslutengla fyrir viðskiptavini þína. Það er frábær leið til að deila einstökum greiðslutengli með viðskiptavinum þínum og biðja um ákveðna upphæð fyrir greiðslu.

Þú getur sent þennan hlekk í gegnum hvaða rás sem þú vilt. Þegar viðskiptavinur þinn hefur smellt á hlekkinn opnast örugg greiðslusíða og viðskiptavinurinn þarf að fylla út upplýsingarnar. Eftir að færslan fer í gegn mun viðskiptavinurinn fá staðfestingu í tölvupósti.

Að búa til greiðslutengil á Þjónustuvefnum

Mikilvægt: Þú getur aðeins búið til greiðslutengla á Þjónustuvefnum ef þú hefur virkjað þann valkost. Hafðu samband við teymið okkar til að fá frekari aðstoð í síma 560-1600 ef þörf krefur.

  1. Skráðu þig inn á Þjónustuvefinn.

  2. Á valmyndinni vinstra megin skaltu velja Greiðslutenglar > Stofna.

  3. Gluggi opnast sem biður þig um að fylla út nauðsynlegar upplýsingar.

  4. Veldu Seljendasamning

  5. Veldu Gjaldmiðil.

  6. Undir Netfang seljanda stimplaru inn þitt eigið netfang.

  7. Þú getur bætt við Tilvísun ef þú kýst það.

  8. Undir Gildistími velur þú hvenær greiðslutengillinn mun renna út.

Mikilvægt: Ekki er hægt að breyta gildistíma eftir á. Ef breyta þarf dagsetningunni verður þú að búa til nýjan hlekk.

Að sérsníða greiðslusíðuna

Hægt er að sérsníða greiðslusíðuna til að endurspegla betur vörumerkið þitt og markaðsþarfir.

Þú getur:

  • Breytt tungumáli á greiðslusíðunni.

  • Bætt við vefslóð á síðu sem korthafi verður vísað á þegar hann hefur gengið frá greiðslu.

  • Bætt við vefslóð á síðu sem þeim verður vísað á ef þeir hætta við greiðsluna.

  • Bætt við merki fyrirtækisins á greiðslusíðuna.

Að bæta vörum við greiðslutengil

Þegar þú ert tilbúinn að búa til greiðslutengil skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Veldu Bæta við vörulínu.

  2. Sláðu inn stutta þjónustu eða vörulýsingu.

  3. Veldu Fjölda

  4. Sláðu inn Upphæð stakrar vöru.

  5. Ýttu á Uppfæra.

Mikilvægt: Þú verður að ýta á Uppfæra til að bæta vöru við greiðslutengilinn

6. Eftir að allar vörur hafa verið færðir inn veluru Nýr greiðslutengill.

7. Þetta mun búa til einstaka vefslóð fyrir greiðslutengilinn.

8.Afritaðu og sendu greiðslutengilinn á viðskiptavini þína með því að nota tölvupóst, SMS, WhatsApp eða það sem þér dettur í hug!

Gagnlegt ráð: Þú getur fylgst með öllum greiðslutenglum í valmyndinni vinstra megin undir Greiðslutenglar > Skráningar.

Þar getur þú:

  • Séð yfirlit yfir virka og óvirka greiðslutengla

  • Séð hvort einstaklingur sé búinn að greiða greiðslutengil.

  • Óvirkjað greiðslutengla.