Þjónustuvefur - B-Online

Updated 

Þjónustuvefurinn okkar heitir B-Online og býður hann upp á yfirlit á færslunum þínum, uppgjörum og daglegum/mánaðarlegum uppgjörsskýrslum.

Færsluyfirlit á B-Online

  1. Skráðu þig inn á B-Online.

  2. Í valmyndinni vinstra megin skaltu leita undir Greiðslukort>Færslur

  3. Flipi með 5 mismunandi leitarvalkostum opnast.

Þú getur leitað af færslum eftir:

  • Bunka

  • Uppgjöri

  • Dagsetningu

  • Tímabili

  • ARN

Athugið: ARN númer er 23 stafa tilvísunarnúmer færsluhirða sem er einstakur kóði fyrir allar kredit- og debetkortafærslur. ARN verður til þegar færsla á sér stað í greiðslugátt og er notaður af öllum bönkum til að auðkenna tiltekna færslu. Með ARN er hægt er að rekja og sannreyna færslur þegar þær fara í gegnum greiðsluferlið.

4. Ef þú vilt sjá færslur undir ákveðinni dagsetningu, byrjaðu á því að smella á Leit eftir dagsetningu.

5. Veldu síðan seljandasamningur. Þetta er mikilvægt ef þú ert með fleiri en einn seljandasamning (MID).

6. Haltu áfram og veldu Færsludagsetningu. Eftir það ýtiru á Leita.

7. Þú munt þá hafa yfirsýn yfir allar færslur fyrir þann tiltekna dag. Þú getur séð upphæð, kortategund og hluta kortanúmers sem greitt var með.

Ef þú vilt hlaða niður upplýsingum um viðskipti þín getur þú valið á milli mismunandi valkosta í efra hægra horninu. Við mælum með því að hlaða niður upplýsingum í Excel.

Athugið: Ef þú vilt skoða færslur í lengra tímabili þá velur þú Leita eftir tímabili.

Uppgjörsyfirlit í B-Online

  1. Skráðu þig inn á B-Online.

  2. Í valmyndinni vinstra megin skaltu leita undir Greiðslukort > Uppgjör.

  3. Flipi með 4 mismunandi leitarvalkostum opnast.

Þú getur leitað af uppgjöri eftir:

  • Uppgjörsmánuði

  • Uppgjörsdagsetningu

  • Seljandasamning

  • Tímabili

Dagleg uppgjörsyfirlit á B-Online

Daglega uppgjörsyfirlitið þitt er sent á netfangið sem er skráð hjá okkur alla virka daga, að undanskildum frídögum.
Uppgjörsyfirlitið er einnig hægt að nálgast á B-Online.

Að hlaða niður daglegu uppgjörsyfirliti á B-Online:

  1. Skráðu þig inn á B-Online.

  2. Í valmyndinni vinstra megin skaltu leita undir Greiðslukort > Uppgjör

  3. Til að fá aðgang að daglegu uppgjöri þínu skaltu smella á Leit eftir uppgjörsdagsetningu.

  4. Veldu Uppgjörsdagsetningu og Seljandasamning og smelltu svo á sækja.

5. Þá sérð þú yfirlit yfir uppgjörsupphæðina fyrir þann tiltekna dag, frádrátt og greiðslustöðuna.

6. Þú getur smellt á græna hringinn með hvítu örinni og hlaðið niður upplýsingunum.

Mikilvægt: Ef þú vilt afþakka að fá yfirlitin þín send á netfangið þitt þá getur þú gert það. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 560-1600 og við munum aðstoða þig.

Mánaðarlegar uppgjörsyfirlit á B-Online

Mánaðarlega uppgjörsyfirlitð þitt er búið til og sent á skráða netfangið þitt í fyrri hluta mánaðarins fyrir mánuðinn sem var að líða. Til dæmis myndi skýrsla fyrir janúar verða búin til 15. febrúar.

Mánaðarlegum uppgjörsyfirlitum er einnig hægt að hala niður hvenær sem er á B-Online. Athugaðu að þetta á aðeins við um mánaðarleg yfirlit sem eru búin til eftir september 2021.

Að hlaða niður mánaðarlegu uppgjörsyfirliti á B-Online:

  1. Skráðu þig inn á B-Online.

  2. Í valmyndinni vinstra megin skaltu leita undir Greiðslukort > Uppgjör

  3. Til að fá aðgang að daglegu uppgjöri þínu skaltu smella á Leit eftir uppgjörsmánuði.

  4. Veldu Uppgjörsmánuð og Seljandasamning og smelltu svo á Mánaðarleg skýrsla.

5. Til að hlaða niður daglegri uppgjörsskýrslu smellirðu einfaldlega á græna táknið með hvítri ör hægra megin.


Gagnleg ráð: Þú getur aðeins hlaðið niður mánaðaryfirlitinu eftir að hún hefur verið búin til í kerfinu. Ef þú þarft mánaðarlegt uppgjörsyfirlit áður en skýrslan hefur verið búin til skaltu velja í skrefi 4 sækja hnappinn í stað mánaðarleg skýrsla. Þú getur síðan hlaðið niður yfirlitinu í Excel.

Mikilvægt: Ef þú vilt afþakka að fá yfirlitin þín send á netfangið þitt þá getur þú gert það. Vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 560-1600 og við munum aðstoða þig.