Myntval (DCC)

Updated 

Með Myntvali (DCC) getur þú boðið erlendum viðskiptavinum að greiða fyrir vöru eða þjónustu í eigin gjaldmiðli. Posinn skynjar hvort kortið er erlent og býður þá korthafa val um að greiða í eigin gjaldmiðli eða íslenskum krónum. Þú þarft ekki að grípa til neinna aðgerða hvað varðar gengi og það verður áfram gert upp eins og venjulega.

Athugið – þessi eiginleiki er sjálfkrafa virkur í posanum þínum. Ef þú vilt slökkva á honum geturðu farið í Stjórna eiginleikum í aðalvalmyndinni og óvirkjað hann.

Með Myntvali getur viðskiptavinur valið um að greiða annað hvort í staðargjaldmiðli eða sínum eigin. Ef þeir velja Myntval notar posinn okkar fast viðskiptagengi sem sýnir upphæðina í gjaldmiðil viðskiptavinarins. Þetta kemur fyrirtækinu þínu til góðs með því að auka upplifun viðskiptavina, hugsanlega auka sölu og draga úr endurkröfum.

Endurkrafa er þegar korthafi mótmælir kortafærslu en algengustu ástæðurnar eru þegar viðskiptavinur kannast ekki við færslu á kortinu sínu, viðskiptavinur pantar vöru eða þjónustu sem hann hefur ekki fengið eða ekki það sem var samið um.

Korthafi hefur rétt á að andmæla færslu á kortinu sínu ef að seljandi er óheiðarlegur eða ef það eru gerð mistök í viðskiptum. Korthafi hefur rétt á að andmæla færslu á kortinu sínu ef hún var ekki auðkennd af korthafa eða ef viðskipti fóru ekki fram eins og var samið um.

Myntval er aðgengilegt fyrir alla okkar seljendur en kortafélögin geta afturkallað þennan eiginleika hjá fyrirtækjum.

Til að tryggja að fyrirtækið fylgi reglum kortafélaganna er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:

  • Korthafi (þ.e. viðskiptavinur) þarf að fá valmöguleika á að samþykkja eða hafna Myntvali.

  • Þú eða þitt starfsfólk meiga ekki nota tungumál eða annað verklag sem getur valdið því að korthafi velur Myntval sem sjálfgefið.

  • Reglur um Myntval hafa ekki áhrif á rétt korthafa til að krefjast endurgreiðslu á kaupverði samkvæmt gildandi lögum eða öðrum reglum kortafélaga.

Til að tryggja að þú farir eftir reglum kortafélaganna vertu viss um að þú:

  • Velur ekki Myntval fyrir viðskiptavin. Þeira eiga alltaf að hafa rétt á því að hafna eða samþykkja Myntval. Viðskiptavinur þarf einnig að vera upplýstur um viðskiptagengi.

Teya tryggir að viðskiptavinir þínir:

  • Hafa val á að samþykkja eða hafna Myntvali og eru upplýstir um viðskiptagengi. Þessar upplýsingar koma fram á skjánum á posanum meðan greiðslu með Myntvali stendur yfir, einnig á kvittun viðskiptavinar eftir að greiðsla er samþykkt.

  • Að á kvittun viðskiptavinar koma fram þær upplýsingar sem eru hér fyrir ofan og einnig staðfesting að viðskiptavinur hafi valið Myntval (I have been offered a choice of currencies and have chosen to accept DCC and pay in XXX at the exchange rate offered by Teya.)

Greiðsla með DCC

Með því að virkja Myntval í posanum getur viðskiptavinur valið að greiða annað hvort með sínum eigin gjaldmiðli (efst) eða í staðargjaldmiðli (neðst).

Hér fyrir neðan getur þú séð hvernig Myntval lýtur út fyrir viðskiptavin:

  1. Viðskiptavinur velur staðargjaldmiðil (efst).

  2. Færslan er í vinnslu og unnið er að heimila greiðsluna á því viðskiptagengi sem birtist á skjánum.

  3. Þegar greiðslan er samþykkt hefur viðskiptavinur verið rukkaður í sínum gjaldmiðli.

  4. Á kvittun viðskiptavinar kemur fram viðskiptagengi og upplýsingar um að færslan var greidd með Myntvali.

Athugið – með því að velja DCC er viðskiptavinurinn þinn að forðast öll gjaldeyrisgjöld sem kortaútgefandi gæti hafa lagt á. Þetta gerir þeim einnig kleift að vita gengi á kaupum og forðast allar breytingar á gengi síðar.

Það er engin munur á að endurgreiða venjulega færslu og Myntval færslu. Undir Færslur og endurgreiðslur í valmyndinni getur þú séð allar þínar færslur í staðargjaldmiðli, þ.e. sá gjaldmiðill sem er settur upp í posanum þínum.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar hvernig á að endurgreiða færslur í gegnum posann.

Kort studd

Kort útgefin af VISA og Mastercard eru studd.

Lágmarks DCC upphæðir

Lágmarks DCC upphæðir eru eftirfarandi:

  • 5 EUR

  • 199 CZK

  • 5 GBP

  • 1.872 HUF

  • 733 ISK

  • 38 DKK

Studdir gjaldmiðlar

Studdir gjaldmiðlar eru USD, GBP, CAD, CHF, AUD, HUF, ILS, SEK, AED, CNY, JPY.