Uppgjör og uppgjörstíðni

Uppfært 

Þegar þú skráir þig í viðskipti hjá Teya eru viðskiptaupplýsingar þínar og bankareikningur skráður í gagnagrunninn okkar og tengt við posann þinn og/eða greiðslusíðu. Greiðslur sem þú tekur á móti fara í sjálfvirka vinnslu yfir nóttina og eru greiddar inn á bankareikninginn þinn næsta virka dag. Þetta þýðir að þú færð uppgjör alla virka daga að undanskildum almennum frídögum. Við köllum þetta uppgjörstíðni, þ.e. vinnslu kortafærslna.

Athugið – Þegar þú hefur lokið umsóknarferlinu og klárað Áreiðanleikakönnun (KYC) Teya mun uppgjörstíðni taka gildi fyrir fyrirtækið þitt. Greiðslur verða í biðstöðu þar til þú klárar þetta ferli.

Hvað er uppgjörstíðni?

Uppgjör er sú upphæð sem Teya greiðir til viðskiptavina sinna fyrir allar færslur sem eru unnar í gegnum Teya posa eða greiðslusíðu. Þessi greiðsla kemur að frádregnum færslugjöldum eða útistandandi skuldum sem tengjast þínum viðskiptum.

Það er mikilvægt að hafa í huga að það eru sérstök gjöld tengd við móttöku korta. Sökum þess verður upphæðin sem þú færð greidda aðeins lægir en heildarupphæð færslna sem þú tókst í posanum eða á greiðslusíðunni. Þessi gjöld eru lögð á allar færslur sem fara í gegnum kerfin okkar. Þar af leiðandi er uppgjörið lokaupphæðin sem Teya greiðir þér eftir að færslugjöld hafa verið dregin frá, samkvæmt samningi þínum við Teya.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um færslugjöld: IC++ og Fast gjald.

Hver er uppgjörstíðni?

Uppgjörstíðni er sá tími sem líður frá því að þú gerir fjárhagsfærslu, eins og að afgreiða kortafærslu í Teya posanum þínum, þar til þeirri færslu er að fullu lokið. Þetta ferli gæti virst fljótt, en það felur í sér nokkrar mikilvægar athuganir og sannprófanir í bakgrunni.

Til dæmis, þegar viðskiptavinur greiðir með korti í posanum þínum, eru athuganir hjá útgáfubanka sem gefur út kortið, kortafélögunum (eins og Visa eða Mastercard) og Teya. Þessir aðilar vilja tryggja að greiðslan sé örugg og heimiluð áður en þeir færa peningana inn á reikninginn þinn. Þannig að uppgjörstíðnin er tímabilið sem allar þessar athuganir eiga sér stað þangað til fjármunirnir eru settir inn á reikninginn þinn.

Hvenær fæ ég borgað?

Hjá Teya eru færslur unnar yfir nóttu og fjármunirnir eru lagðir inn á reikninginn þinn næsta virka dag. Þetta þýðir að þú færð greitt frá mánudegi til föstudags. Engin uppgjör er á laugardögum, sunnudögum eða almennum frídögum. Færslur sem afgreiddar eru á föstudegi, laugardögum og sunnudögum eru gerðar upp á mánudegi. Færslur sem eru afgreiddar á frídögum eru gerðar upp næsta virka dag.

Athugið – Nákvæmur tími dags sem þú færð greitt getur verið mismunandi eftir bönkum.

Uppgjörsskýrslur – daglegar og mánaðarlegar

Hvert uppgjör býr sjálfkrafa til tölvupóst sem inniheldur Daglega uppgjörsskýrslu. Þessi skýrsla veitir reglulega upplýsingar um uppgjörin þín og er send á tölvupóstnetfangið sem þú skráðir fyrirtækið þitt með hjá Teya.

Fyrri hluta næsta mánaðar færðu sjálfvirkt senda mánaðarlega uppgjörsskýrslu, t.d. fyrir 15. ágúst færðu senda skýrslur fyrir allar færslur afgreiddar í júlí. Þessi skýrsla inniheldur ítarlega sundurliðun á öllum kortafærslum eftir mánuði.

Athugið – Mánaðarskýrslan inniheldur venjulega ekki síðasta dag mánaðarins, þar sem sá dagur er afgreiddur og gerður upp daginn eftir, þ.e. í næsta mánuði. Mánaðarskýrslan fer eftir uppgjörsdagsettningu en ekki færsludagsetningu.

Ef þú vilt ekki fá þessar skýrslur með tölvupósti geturðu alltaf afþakkað. Vinsamlegast hafðu samband við viðskiptaver okkar fyrir frekari aðstoð.

Lágmarksupphæð uppgjörs (MPA)

Það er áskilinn þröskuldur sem þú verður að ná til að uppgjörið sé lagt inn á bankareikninginn þinn. Þetta er kallað lágmarksupphæð uppgjörs (MPA), og það jafngildir 15 evrum í þínum gjaldmiðli.

Ef fyrirtækið veltir minna en þessa upphæð á einum degi færðu ekki greiðsluna næsta virka dag. Þess í stað mun upphæðin safnast upp með tímanum. Um leið og þú ferð yfir þennan þröskuld verður greiðslan gerð upp með næsta uppgjöri.